Fyrsti sigur Stjörnunnar í höfn

Esther Viktoría Ragnarsdóttir með boltann en Laufey Ásta Guðmundsdóttir er …
Esther Viktoría Ragnarsdóttir með boltann en Laufey Ásta Guðmundsdóttir er til varnar. mbl.is/Golli

Stjarnan vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í Olís-deild kvenna í handbolta er Grótta kom í heimsókn en lokatölur urðu 29:26.

Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur en Grótta byrjaði betur og komst í 7:3 snemma leiks. Þá tók hins Stjarnan heldur betur við sér og komu tíu Stjörnumörk á móti einu frá Gróttu og var staðan allt í einu orðin 13:8, Stjörnustúlkum í vil.

Staðan í leikhléi var svo 17:13 og gat Grótta helst þakkað Selmu Þóru Jóhannsdóttur, 18 ára markmanni sínum að munurinn var ekki meiri en hún varði ófá dauðafærin í leiknum. Stjarnan hélt yfirhöndinni í seinni hálfleik og var staðan 24:19 þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Grótta gafst hins vegar ekki upp og minnkaði Lovísa Thompson muninn í 25:23 þegar skammt var eftir. Stjarnan reyndist þó sterkari í blálokin og vann að lokum 29:26 sigur en Hafdís Lilja Torfadóttir, markmaður Stjörnunnar reyndist þeim ansi mikilvæg þegar mest á reyndi.  

Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 8 fyrir Gróttu. 

Stjarnan 29:26 Grótta opna loka
60. mín. Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert