Vandræðalaust hjá Valsmönnum

Anton Rúnarsson, Val. Þórir Bjarni Traustason, Gróttu, og Finnur Ingi …
Anton Rúnarsson, Val. Þórir Bjarni Traustason, Gróttu, og Finnur Ingi Stefánsson, Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur sigraði Gróttu, 31:21, í 14. umferð Olís-deildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn eru með 16 stig í þriðja sæti deildarinnar en Grótta er með 11 stig í því sjöunda.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur en liðin skoruðu afar lítið í byrjun leiks. Finnur Ingi Stefánsson skoraði þriðja mark gestanna eftir 12 mínútna leik en þá var staðan 3:1 fyrir Gróttu.

Valsmenn spiluðu vel síðustu tíu mínútu hálfleiksins. Sóknarleikurinn batnaði og liðið skoraði úr nokkrum hraðaupphlaupum. Valur komst í fyrsta skipti yfir í stöðunni 8:7 en að loknum fyrri hálfleik var staðan 12:9 fyrir rauðklædda heimamenn.

Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu fljótlega sjö marka forystu. Þann mun náðu gestirnir aldrei að brúa, voru ekki nálægt því. Gestirnir voru ákaflega andlausir, Valsmenn gengu á lagið og lönduðu að lokum öruggum sigri,

Markahæstur heimamanna var Anton Rúnarsson með átta mörk en Hlynur Morthens varði átta skot í markinu. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu með sex mörk en Lárus Gunnarsson varði 11 skot í markinu.

Valur 31:21 Grótta opna loka
60. mín. Alexander Örn Júlíusson (Valur) á skot í stöng Valur heldur boltanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert