ÍBV með nauman sigur á Selfossi

Perla Ruth Albertsdóttir og félagar hennar hjá Selfossi mæta ÍBV …
Perla Ruth Albertsdóttir og félagar hennar hjá Selfossi mæta ÍBV í dag. mbl.is/Golli

ÍBV vann naum­an sig­ur á Sel­fossi í Olís-deild kvenna í hand­bolta í dag þegar liði mætt­ust í Valla­skóla á Sel­fossi. Loka­töl­ur urðu 32:31 fyr­ir ÍBV en Sel­foss leiddi með fimm mörk­um þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir.

Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínúturnar en um miðjan hálfleikinn tóku Selfyssingar af skarið og breyttu stöðunni úr 6:6 í 11:6 á átta mínútna kafla. Selfossliðið spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleiknum og náði mest sex marka forskoti, 15:9. Staðan var 19:14 í hálfleik.

Selfoss hafði góð tök á leiknum lengst af seinni hálfleik. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki en Erla Rós Sigmarsdóttir í marki ÍBV og Katrín Ósk Magnúsdóttir í marki Selfoss áttu báðar góðan leik og skelltu í lás á köflum.

Það var í raun og veru ekkert sem benti til þess að ÍBV myndi svara fyrir sig í þessum leik og þess vegna var kjaftshöggið mikið fyrir Selfyssinga. Eyjavörnin small á lokakaflanum og sóknir Selfoss voru mjög ráðleysislegar. 

Þær vínrauðu lentu á vegg og þegar ÍBV fékk byr í seglin á lokakaflanum var ljóst að ekkert myndi stöðva þær. ÍBV skoraði átta mörk gegn einu á rúmum ellefu mínútum og breytti stöðunni úr 29:24 í 30:32. Selfoss skoraði síðasta mark leiksins úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var marka­hæst hjá Sel­fossi með 9/ 3 mörk og Perla Al­berts­dótt­ir skoraði 8. Katrín Ósk Magnús­dótt­ir varði 14 skot. Hjá ÍBV var Karólína Láru­dótt­ir marka­hæst með 7 mörk og Telma Arma­do og Greta Kavailu­skaite skoruðu 6. Erla Rós Sig­mars­dótt­ir varði 12 skot í mark­inu.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is

Selfoss 31:32 ÍBV opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjakonur voru sterkari í seinni hálfleik. Selfoss virtist vera með leikinn í öruggum höndum en leikur liðsins hrundi á síðustu tíu mínútunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert