Snorri markahæstur í bikartapi

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Golli

Íslendingaliðið Nimes féll úr leik í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld.

Nimes tapaði á útivelli gegn Saint-Raphaël, 31:25. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Nimes með 4 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2.

Þar með er ljóst að enginn Íslendingur verður franskur bikarmeistari í karlaflokki í ár. Í átta liða úrslit eru komin lið Aix, Créteil, Toulouse, Dunkerque, Nantes, Montpellier, Chambéry og Saint-Raphaël. Stórlið París SG var slegið út af Montpellier í sextán liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert