Sigtryggur með átta mörk

Sigtryggur átti góðan leik í dag.
Sigtryggur átti góðan leik í dag.

Sigtryggur Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Aue sem hafði betur gegn Emsdetten, 30:23, í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson eitt. 

Ragnar Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Hüttenberg sem vann Saarlouis, 34:29, og Aron Rafn Eðvarðsson varði sjö skot í markinu hjá Bietigheim sem gerði 31:31 jafntefli við Friesenheim. 

Loks skoraði Fannar Friðgeirsson þrjú mörk í 33:28 sigri Hamm á Rimpar en Hamm komst þar með úr fallsæti deildarinnar.

Hüttenberg og Bietigheim eiga góða möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild. N-Lübbecke er með 43 stig, Hüttenberg 38 og Bietigheim 36 í þremur efstu sætunum en þrjú lið fara upp. Rimpar er með 34 stig, Friesenheim 30 og Bad Schwartau 30 í næstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert