Aron búinn að gera Aalborg að meisturum

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Eva Björk

Tveimur leikjum er lokið í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, en þau úrslit þýða að Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar eru orðnir deildarmeistarar.

Þetta var ljóst eftir að Team-Tvis Holstebro tapaði fyrir Skjern, 27:22, en lið Holstebro var það eina sem gat náð Aalborg á toppnum. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Holstebro en Egill Magnússon ekkert ekki frekar en Tandri Már Konráðsson hjá Skjern.

Aalborg spilar við Kolding í kvöld og er með 39 stig á toppnum með tvo leiki eftir. Þetta er annað liðið sem Aron gerir að dönskum deildarmeisturum, eftir að hafa áður afrekað það með KIF Kolding.

Holstebro er í þriðja sæti með 35 stig og einn leik eftir eins og Bjerringbro-Silkeborg sem er í öðru sæti með 36 stig. Skjern er í fjórða sætinu með 34 stig.

Århus tapaði á útivelli fyrir Mors-Thy, 25:21, eftir að hafa verið níu mörkum undir í hálfleik 15:6. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í liði Århus með fimm mörk, Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað. Århus er í 9. sætinu með 21 stig og á einn leik eftir.

Sigvaldi Björn Guðjónsson í búningi Århus, en hann var markahæstur …
Sigvaldi Björn Guðjónsson í búningi Århus, en hann var markahæstur í kvöld. Ljósmynd/Ole Nielsen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert