Þjálfarinn úrskurðaður í eins mánaðar bann

Norska handknattleikssambandið hefur úrskurðað Michael Apelgren þjálfara norska handknattleiksliðsins Elverum í eins mánaða bann.

Bannið er tilkomið vegna atviks sem átti sér stað í viðureign Elverum og Lilleström næst síðustu umferð deildarkeppninnar í Noregi fyrr í þessum mánuði en fjór­ir leik­menn El­ver­um fengu að líta rautt spjald í leikn­um af ásetn­ingi að skip­un þjálf­ar­ans.

Norska handknattleikssambandið hefur meinað Apelgren að hafa afskipti af liði sínu næstu 30 dagana og á þessum tíma má hann hvorki þjálfa liðið né hafa samskipti við leikmenn liðsins.

Úrslitakeppnin er framundan í norsku úrvalsdeildinni og kemur Apelgren til með missa af henni af stórum hluta. Þá hafa þrír af umræddum leikmönnum verið úrskurðaðir í tveggja leikja bann. Elverum hefur fengið 14 daga frest til að svara ákærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert