Ný stjórn kjörin hjá HSÍ

Guðmundur B. Ólafsson mun sinna starfi formanns HSÍ áfram.
Guðmundur B. Ólafsson mun sinna starfi formanns HSÍ áfram. mbl.is/Golli

Kosið var um formann Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, á ársþingi sambandsins í dag. Guðmundur B. Ólafsson var sjálfkjörinn formaður HSÍ og Davíð B. Gíslason, Hjalti Þór Hreinsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Þorbergur Aðalsteinsson voru kosin í stjórn HSÍ.

Kosið var um þrjá varamenn í stjórn HSÍ til eins árs, en það voru þau Gunnar Gíslason, Hannes Karlsson og Magnús Karl Daníelsson. Vigfús Þorsteinsson lét af störfum úr stjórn HSÍ.

Velta sambandsins á rekstrarárinu 2016 var 206.216.207 krónur. Tap ársins var 9.412.283 krónur. Eigið fé sambandsins er neikvætt um 2.658.554 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert