Stjarnan var aldrei í vafa

Rakel Dögg Bragadóttir undirbýr skot að marki Gróttu í gær.
Rakel Dögg Bragadóttir undirbýr skot að marki Gróttu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ákveðni skein úr andliti hvers einasta leikmanns Stjörnunnar þegar flautað var til viðureignar liðsins við Gróttu í gærkvöldi. Ekki aðeins hafði sigur liðsins í síðustu viðureign verið úrskurðaður tapaður heldur voru leikmenn liðsins komnir með bakið upp að vegg. Þeir urðu að vinna ef þeir ætluðu ekki að fara í snemmbúið sumarleyfi. Það kom ekki til greina hjá deildarmeisturunum. Þeir voru með tögl og hagldir frá upphafi til enda og unnu afar sanngjarnan sigur, 19:14, eftir að hafa einnig verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 12:7.

Stjarnan er þar með komin með einn vinning í rimmunni gegn tveimur hjá Gróttu. Næst leiða liðin saman hesta sína annað kvöld á Seltjarnarnesi.

„Burt séð frá umræðunni þá kom bara ekki til greina að fara í sumarfrí. Við ætlum okkur lengra í þessu móti en að falla úr keppni í undanúrslitum,“ sagði hin leikreynda Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, skömmu eftir að flautað var til leiksloka í gærkvöldi.

Nánar er fjallað um leiki gærkvöldsins í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert