Fyrri úrslitaleikurinn í Lissabon

Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, þjálfararnir Óskar Bjarni Óskarsson og …
Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, þjálfararnir Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson ásamt Guðna Jónssyni liðsstjóra. mbl.is/Ívar

Sigurliðið úr rimmu Vals og Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu leikur síðari úrslitaleikinn á sínum heimavelli síðustu helgina í maí. Um þetta var dregið í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, á föstudaginn. Það þýðir að fyrri úrslitaleikurinn í keppninni verður á heimavelli Sporting Lissabon í Portúgal þriðju helgi maí.

Sporting vann í gær stóran sigur á Hurry Up frá Hollandi, 37:14, í Lissabon og samtals 69:41 í tveimur leikjum.

Ef Valsliðið leikur til úrslita stefnir í að útskriftaveislum einhverra leikmanna liðsins verði slegið á frest en einverjir  leikmenn Valsliðsins eiga fyrir höndum útskrift úr framhaldsskóla síðustu helgina í maí, þar á meðal Ýmir Örn Gíslason sem er að ljúka námi frá Menntaskólanum í Kópavogi.

mbl.is verður með beina texta­lýs­ingu frá síðari viður­eign Potaissa Turda og Vals sem fram fer í Turda í dag. Flautað verður til leiks klukk­an 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert