Nagandi óvissa á Nesinu

Aron Dagur Pálsson er farinn frá Gróttu og fleiri gætu …
Aron Dagur Pálsson er farinn frá Gróttu og fleiri gætu verið á leiðinni frá liðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkur óvissa ríkir innan handknattleiksliða Gróttu, jafnt í kvenna- sem karlaflokki, um hvað tekur við á næsta keppnistímabili.

Þjálfarar fyrir hvorugt liðið hafa verið ráðnir og nokkrir leikmenn hafa róið á önnur mið, einkum þá frá karlaliðinu en heimildir herma að einnig séu leikmenn innan kvennaliðsins sem hugsa sér til hreyfings eða ætla jafnvel að taka sér frí frá handbolta á næsta keppnistímabili.

Kvennalið Gróttu varð Íslandsmeistari 2015 og 2016, auk þess að vinna deildina og bikarkeppnina fyrra árið og leika til úrslita í bikarkeppninni síðara árið. Á nýlokinni leiktíð tapaði Grótta fyrir Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna. Hinn sigursæli þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, greindi frá því í febrúar að hann ætlaði að láta staðar numið við lok leiktíðar. Eftirmaður hans hefur ekki verið ráðinn.

Karlalið Gróttu endurheimti sæti sitt í úrvalsdeildinni vorið 2015 og hefur síðustu tvö ár fallið úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Gunnar Andrésson, sem hefur þjálfað Gróttuliðið síðustu þrjú ár, sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum. Ekki hefur verið ráðinn þjálfari í hans stað.

Sjá alla fréttaskýringu Ívars Benediktssonar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert