Ólafur í úrvalsliði þýsku deildarinnar

Ólafur Stefánsson er besta hægri skytta þýsku deildarinnar frá upphafi.
Ólafur Stefánsson er besta hægri skytta þýsku deildarinnar frá upphafi. Ómar Óskarsson

Ólafur Stefánsson hefur verið valinn í úrvalslið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik frá upphafi. Valið fór fram á Facebook, þar sem almenningi gafst kostur á að kjós sjö manna úrvalslið deildarinnar frá upphafi auk besta varnarmanns og besta þjálfara.

Þá fékk Ólafur flest atkvæði í stöðu hægri skyttu, en hann lék í áraraðir í þýsku deildinni og varð meðal annars þýskur meistari með Magdeburg árið 2001 og Evrópumeistari árið eftir. Hann lék með Magdeburg í fimm ár en áður með Wuppertal og kom aftur til Þýskalands frá Spáni árið 2009 og lék með Rhein-Neckar Löwen í tvö ár.

Í úrvalsliðinu eru tveir samherjar Ólafs frá þeim tíma, Henning Fritz markvörður og hornamaðurinn Stefan Kretzschmar.

Ólafur skoraði 1.245 mörk í þeim 257 leikjum sem hann spilaði, en Alfreð Gíslason kom til greina sem besti þjálfari sögunnar.

Hér að neðan má sjá mynd af liðinu í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert