Tíu marka sigur á Alsír

Örn Östenberg sækir að marki Alsír í dag.
Örn Östenberg sækir að marki Alsír í dag. Ljósmynd/Heimasíða mótsins

Íslenska U19 ára landslið karla í handknattleik vann tíu marka sigur á Alsír, 37:27 í heimsmeistaramótinu í Georgíu. Staðan í hálfleik var 15:13 íslenska liðinu í vil. 

Íslensku strákarnir komu virkilega vel inn í seinni hálfleikinn og skoruðu fimm fyrstu mörk hans og sigldu í kjölfarið öruggum sigri í hús. 

Mörk Íslands:
Teitur Örn Einarsson 9, Orri Freyr Þorkelsson 8, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6 , Birgir Már Birgisson 4,  Hafþór Vignisson 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Sveinn José Rivera 1, Örn Östenberg 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Birgir Steinn Jónsson 1 og Hannes Grimm 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 23 skot í íslenska markinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert