Heimasigur að Hlíðarenda

Diana Satkauskaite, t.h., leikur stórt hlutverki í liði Vals.
Diana Satkauskaite, t.h., leikur stórt hlutverki í liði Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Valur lagði Gróttu 24:22 í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olís-deildinni, í Valshöllinni í kvöld eftir að staðan hafði verið 12:10 í hálfleik. Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Sigur Vals var óþarflega lítill því liðið náði stundum ágætri forystu en Grótta neitaði jafnan að gefast upp og náði að minnka muninn. Mestur varð munurinn 8 mörk um tíma í síðari hálfleik. 

Diana Satkauskaite fór mikinn hjá Val og gerði 10 mörk og hjá Gróttu var Lovísa Thomson með níu. Chantal Pagel í marki Vals átti flottan leik og varði 19 skot.

Valur er því með 5 stig eftir þrjá leiki en Grótta með eitt stig eftir þrjá leiki.

Valur 24:22 Grótta opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert