Elín Jóna dregur sig úr úr landsliðshópnum

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur neyðst til þess að draga sig …
Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur neyðst til þess að draga sig út úr landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik hefur gert breytingar á landsliðshópnum sem heldur til Þýskalands á föstudaginn.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla og þá hefur Helena Rut Örvarsdóttir ekki getað æft af fullum krafti með liðinu undanfarna daga. Axel hefur bætt Kristrúnu Steinþórsdóttur úr Selfossi inn í hópinn.

Íslenska liðið spilar þrjá leiki í ferðinni. Það mætir Þjóðverjum á laugardaginn og Slóvökum á mánudag og þriðjudag.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Andrea Jacobsen, Fjölni

Arna Sif Pálsdóttir, Debreceni DVSC

Birna Berg Haraldsdóttir, Aarhus United

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Köbenhavn

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV

Guðrún Erla Bjarnadóttir, Haukum

Hafdís Renötudóttir, SönderjyskE

Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen

Hildigunnur Einarsdóttir, Hypo

Kristrún Steinþórsdóttir, Selfossi

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi

Stefanía Theodórsdóttir, Stjörnunni

Thea Imani Sturludóttir, Volda

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert