Gummi er besti þjálfari sem ég hef haft

Guðmundur Þ. Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson á Evrópumótinu árið …
Guðmundur Þ. Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson á Evrópumótinu árið 2010. Kristinn Ingvarsson

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, ræddi stuttlega við mbl.is í gærkvöldi um ákvörðun HSÍ og Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara karlalandsliðsins, að slíta samstarfi.

Snorri lék lengi fyrir Guðmund með landsliðinu og hrósaði honum í hástert, en Snorri var þá nýbúinn að stýra Val til glæsilegs 40:31-sigurs á Aix og koma liðinu í leiðinni í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

„Gummi er besti þjálfari sem ég hef haft og ég á honum alveg ótrúlega mikið að þakka, bæði sem landsliðsmaður og sem þjálfari. Það sem Gummi hefur gert talar sínu máli. Þetta kom mér á óvart rétt fyrir leik í kvöld, en það eru aðrir sem svara því hver ástæðan var,“ sagði Snorri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert