Alfreð og Dagur mætast aftur

Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu. Ljósmynd/@HRS_CHF

Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson munu einu sinni sem oftar mætast á stórmóti í handknattleik karla. Lærisveinar þeirra í Þýskalandi og Króatíu drógust saman í riðil á Ólympíuleikunum í París.

Verður það í annað sinn á árinu sem liðin mætast undir handleiðslu Alfreðs og Dags.

Það gerðu þau líka í undankeppni Ólympíuleikana í síðasta mánuði, sem fram fór í Hannover í Þýskalandi.

Króatía hafði betur í þeirri viðureign og á Alfreð og lærisveinar hans því harma að hefna þegar liðin etja kappi að nýju á leikunum í sumar.

A-riðill:

Spánn

Króatía

Þýskaland

Slóvenía

Svíþjóð

Japan

B-riðill:

Danmörk

Noregur

Ungverjaland

Frakkland

Egyptaland

Argentína

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert