Spánn leikur til úrslita í fyrsta sinn

Xavi og Puyol fagna markinu sem sá fyrrnefndi lagði upp …
Xavi og Puyol fagna markinu sem sá fyrrnefndi lagði upp en sá síðarnefndi skoraði. Reuters

Carles Puyol tryggði Spánverjum 1:0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitum HM karla í knattspyrnu í kvöld með skallamarki á 73. mínútu. Spánn leikur því til úrslita á HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Þar með er ljóst að nýtt lið mun fagna sigri á heimsmeistaramótinu í ár því hvorki Holland né Spánn hefur landað titlinum. Liðin mætast kl. 18:30 á sunnudagskvöld. Þýskaland leikur um bronsverðlaunin við Úrúgvæ á laugardag kl. 18:30.

Lið Þýskalands: Neuer - Lahm, Mertesacker, Friedrich, Boateng - Khedira, Özil, Schweinsteiger - Trochowski, Klose, Podolski.
Varamenn: Jansen, Aogo, Tasci, Kiessling, Wiese, Badstuber, Kroos, Cacau, Marin, Butt, Gómez.
Í leikbanni: Müller.

Lið Spánar: Casillas - Ramos, Piqué, Puyol, Capdevila - Sergio, Xavi, Alonso - Villa, Pedro, Iniesta.
Varamenn: Albiol, Marchena, Torres, Fabrregas, Valdés, Mata, Arbeloa, Llorente, Martínez, Silva, Navas, Reina.

Lukas Podolski og Xabi Alonso berjast hér um boltann í …
Lukas Podolski og Xabi Alonso berjast hér um boltann í leiknum í dag. Reuters
Þýskaland 0:1 Spánn opna loka
90. mín. Leik lokið Þriðji 1:0 sigur Spánverja í úrslitakeppninni og þeir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn!
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert