Staðfest að Neymar spilar ekki meira á HM

Juan Camilo Zuniga brýtur á Neymar undir lok leiksins.
Juan Camilo Zuniga brýtur á Neymar undir lok leiksins. AFP

Neymar verður ekki meira með brasilíska landsliðinu í knattspyrnu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en staðfest var rétt í þessu að hann væri með brákaðan hryggjarlið eftir höggið sem hann fékk undir lokin á leiknum við Kólumbíu í kvöld.

Þetta hafa allir helstu fréttamiðlar efitr lækni brasilíska landsliðsins.

Neymar var búinn að skora fjögur af mörkum brasilíska liðsins í keppninni og það er gífurlegt áfall fyrir það að missa hann fyrir undanúrslitaleikinn gegn Þjóðverjum sem fer fram á þriðjudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert