„Biðjum Brasilíu um fyrirgefningu á ný“

Thiago Silva var þungur á brún í leikslok.
Thiago Silva var þungur á brún í leikslok. AFP

Thiago Silva, fyrirliði Brasilíumanna, bað þjóð sína afsökunar eftir 3:0 ósigurinn gegn Hollendingum í bronsleik heimsmeistaramótsins í kvöld. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem liðið biður fótboltaóða landa sína afsökunar, en það sama gerðu þeir eftir 7:1 tapið gegn Þjóðverjum í undanúrslitunum.

„Þegar allt kemur til alls þá fannst mér við ekki eiga skilið að þetta færi svona, en við verðum að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar. Þeir bauluðu á okkur í lokin, sem er mjög skiljanlegt enda hafa þeir miklar tilfinningar til fótboltans. Þetta er mjög erfitt,“ sagði Silva í sjónvarpsviðtali eftir leik.

„Við erum allir mjög sorgmæddir, allt fólkið er sorgmætt. Við reyndum okkar besta allt til enda,“ bætti miðjumaðurinn Oscar við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert