Snorri Steinn: Engin ávísun fyrir okkur í undanúrslit að mæta Dönum

Snorri Steinn Guðjónsson fer framhjá Bostjan Kavas.
Snorri Steinn Guðjónsson fer framhjá Bostjan Kavas. Reuters

„Þótt við mætum Dönum í 8-liða úrslitum þá er það engin ávísun á sæti í undanúrslitum," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í kvöld eftir að ljóst varð að íslenska landsliðið mætir Dönum í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í Hamborg á þriðjudag. Snorri varar við bjartsýni og segir að Danir þekki betur en Íslendingar að vera í góðri stöðu á stórmóti í handknattleik.

Eftir Ívar Benediktsson í Dortmund
iben@mbl.is „Danir hafa oftar verið í þessari stöðu en við og vita því alveg í hvaða sporum þeir standa, en vissulega hefur það hentað okkur betur að leika við þá en við Spánverja," sagði Snorri en baráttan um annað sætið í milliriðli 2 stóð á milli Dana og Spánverja og hirtu Danir það sæti. „Við verðum að sýna allar okkar bestu hliðar til þess eiga möguleika í Dani, það er alveg ljóst, Danir eru með mjög gott lið. En við mætum brjálaðir til leiks á þriðjudag og sjáum svo til hvað stendur á leikklukkunni þegar flautað verður til leiksloka," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert