Hræðilegur fyrri hálfleikur

Íslensku leikmennirnir daprir í bragði í leikslok.
Íslensku leikmennirnir daprir í bragði í leikslok. mbl.is/Golli

Vonir Íslendinga um sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta eru nánast að engu orðnar eftir ósigur gegn Spánverjum, 24:32, í milliriðlinum í Jönköping í dag.

Það var hræðilegur fyrri hálfleikur sem felldi íslenska liðið en að honum loknum var staðan 20:10, Spánverjum í hag. Íslendingar sýndu af sér mikla baráttu í seinni hálfleiknum, minnkuðu muninn fljótlega í fimm mörk en komust aldrei nær þrátt fyrir nokkur tækifæri til þess.

Þar með eru Spánverjar komnir með 7 stig og hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum. Frakkar eru með 5 stig, Íslendingar 4, Þjóðverjar 2, Ungverjar 2 en Norðmenn ekkert stig.

Síðar í dag leika Ungverjar við Þjóðverja og Frakkar við Norðmenn. Með sigri á Norðmönnum myndu Frakkar tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Til að Ísland eigi möguleika á að komast þangað eftir leiki dagsins þurfa Ungverjar að vinna Þjóðverja á eftir og Norðmenn að vinna Frakka.

Héðan af snýst baráttan hjá Íslandi fyrst og fremst um að enda á meðal sjö efstu þjóðanna og komast í forkeppni Ólympíuleikanna.

Tvö efstu liðin í riðlinum komast í undanúrslitin og leika þar gegn Svíum og Dönum. Liðið í þriðja sæti tryggir sér þátttökurétt í forkeppni Ólympíuleikanna en liðið í fjórða sæti spilar um 7. sætið og jafnframt úrslitaleik um þátttökurétt í þeirri keppni.

Mörk Íslands: Alexander Petersson 5, Aron Pálmarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Arnór Atlason 1, Vignir Svavarsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Sverre Jakobsson 1.

Mörk Spánar: Raúl Entrerríos 6, Eduardo Gurbindo 6, Alberto Entrerríos 5, Juanín García 4, Julen Aguinagalde 4, Albert Rocas 2, Joan Canellas 1, García Parrondo 1, Viran Morros 1, Chema Rodríguez 1, Cristian Ugalde 1.

Alexander Petersson sækir að vörn Spánverja í leiknum í dag.
Alexander Petersson sækir að vörn Spánverja í leiknum í dag. mbl.is/Golli
Íslensku leikmennirnir hita upp í höllinni í Jönköping í dag.
Íslensku leikmennirnir hita upp í höllinni í Jönköping í dag. mbl.is/Golli
Frá höllinni í Jönköping.
Frá höllinni í Jönköping. mbl.is/Golli
Ísland 24:32 Spánn opna loka
60. mín. Albert Rocas (Spánn) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert