Feðgarnir eigast við á HM í dag

Valero Rivera Folch er hér að skora fyrir Spánverjar gegn …
Valero Rivera Folch er hér að skora fyrir Spánverjar gegn Sílemönnum á HM. AFP

Það verður feðgaslagur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Doha í Katar í dag þegar gestgjafarnir í Katar mæta heimsmeisturum Spánverja.

Valero Rivera López er þjálfari Katar en undir hans stjórn urðu Spánverjar heimsmeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum. Í liði Spánverja spilar sonur hans, Valero Rivera Folch.

„Ég elska son minn meira en mitt líf og þetta verður erfiðasti leikurinn á mínum ferli,“ segir Valero Rivera López þjálfari Katar á vef keppninnar en bæði Spánverjar og Katarmenn eru komnir áfram í 16-liða úrslitin. Báðar þjóðir hafa unnið alla þrjá leiki sína.

„Í mínu persónulega lífi þá eru móðir mín og faðir tvær af mikilvægustu persónum í mínu lífi og hvað varðar minn feril þá á ég föður mínum allt að þakka. Hann kynnti fyrir handboltaheiminum og kenndi mér hugarfar sigurvegarans sem ég hef núna,“ segir Valero Rivera Folch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert