Reynir á íslenska hjartað

„Strákarnir eru að fara að mæta hörkuliði. Ég hef séð leiki með Egyptum á mótinu og þeir eru með gott lið," segir Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handknattleik, spurður um viðureign Íslendinga og Egypta í dag, leik sem sker úr um hvort íslenska landsliðið kemst í 16-liða úrslit á HM eða ekki.

„Nú reynir að íslenska hjartað í liðinu. Ég á vona á hörkuleik sem verður án vafa jafn," segir Patrekur sem vonast til að gera stutt við bakið á íslenska liðinu í leiknum en hann verður á æfingu í öðrum sal í íþróttahöllinni í Al-Sadd hluta þess tíma sem viðureignin Íslendinga og Egypta fer fram.

Nánar er rætt við Patrek á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert