Þrír hlutir sem gera að verkum að Danmörk vinnur Ísland

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska landsliðsins.
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska landsliðsins. EPA

Þrír hlutir gera það að verkum að Danir slá Íslendinga út í 16-liða úrslitunum á HM í handknattleik í Katar í kvöld að mati Sörens Herskinds, handboltasérfræðings danska ríkissjónvarpsins:

1. Breiddin er meiri í danska liðinu en því íslenska sem kom berlega í ljós í leiknum við Pólverja á laugardaginn. Ef danska liðinu tekst að virkja allan mannskapinn verður erfitt fyrir Íslendinga að standast Dönum snúning.

2. Guðmundur Guðmundsson þjálfari danska landsliðsins þekkir íslenska liðið út og inn. Hann hefur mikla þekkingu á leikmönnum Íslands og leikstíl þeirra. Þó svo að Íslendingar séu vel meðvitaðir um danska liðið er þekking Guðmundar á íslenska liðinu kostur fyrir Danina.

3. Nú hefst alvaran og danska liðið hefur verið að sækja í sig veðrið - leikur þess á móti Pólverjum á laugardaginn var sá besti hjá liðinu í keppninni. Tap þýðir að mótið er búið og Danir ætla ekki heim svona snemma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert