Norðmenn burstuðu Brasilíu

Hart tekið á Sander Sagosen í leiknum í dag.
Hart tekið á Sander Sagosen í leiknum í dag. AFP

Noregur tryggði í dag endanlegt sæti sitt í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir öruggan sigur á Brasilíu, 39:26, í A-riðli keppninnar.

Eftir jafnræði framan af leik sigu Norðmenn fram úr fyrir hlé, staðan 18:13 fyrir þeim í hálfleik. Eftir hlé opnuðust svo allar flóðgáttir Brasilíu og Norðmenn uppskáru þrettán marka sigur 39:26.

Skyttan unga Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með sjö mörk og Magnus Rod skoraði sex eins og Bjarte Myrhol. Hjá Brasilíu skoraði Fabio Chiuffa sex mörk.

Eftir fjóra leiki eru Norðmenn með 6 stig eins og Frakkar, sem hafa þó aðeins leikið þrjá leiki. Brasilía og Rússar eru með fjögur stig og Rússar eiga sömuleiðis leik til góða en þeir mæta einmitt Frökkum í kvöld.

Norskir stuðningsmenn í stúkunni.
Norskir stuðningsmenn í stúkunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert