Danir kláruðu riðilinn með fullt hús

Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Ólympíumeistarar Dana, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, luku leik í D-riðli heimsmeistaramótsins með fullt hús stiga eftir sigur á Katar, 32:29, í lokaleik sínum í riðlakeppninni í kvöld.

Danir voru engu að síður tveimur mörkum undir í hálfleik, 16:14, en sigu fram úr eftir hlé og uppskáru þriggja marka sigur þegar upp var staðið, 32:29. Niclas Kirkelokke skoraði sjö mörk fyrir Dani og Michael Damgaard skoraði sex.

Danir unnu alla fimm leiki sína í riðlinum og voru með 27 mörk í plús í markahlutfall. Í 16-liða úrslitunum mæta Danir Ungverjum, sem töpuðu fyrir Hvít-Rússum í hinum leik kvöldsins.

Hvít-Rússar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, og uppskáru tveggja marka sigur 27:25. Með sigrinum fara þeir áfram og tóku 3. sætið af Ungverjum, en Sílemenn sitja eftir með sárt ennið í sjötta sætinu.

Síle hefði farið áfram ef liðið hefði ekki tapað fyrir Sádi-Arabíu í dag, eða ef Hvít-Rússar hefðu tapað. Hvít-Rússar mæta lærisveinum Kristjáns Andréssonar hjá Svíþjóð í 16-liða úrslitunum.

Hvít-Rússar fagna sigrinum og þriðja sætinu í kvöld.
Hvít-Rússar fagna sigrinum og þriðja sætinu í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert