Þetta tap er mikið áfall

Dagur Sigurðsson kemur skilaboðum áleiðis.
Dagur Sigurðsson kemur skilaboðum áleiðis. AFP

„Þetta tap mikið áfall. Vorum komnir í góða stöðu um miðjan seinni hálfleik en við gerðum okkur svo seka um mörg mistök bæði ég og leikmenn,“ sagði Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik sem féll úr leik gegn Katar eftir 21:20 tap í 16 liða úrslitum HM í dag. 

Úrslitin komu ansi mikið á óvart því flestir bjuggust við öruggum sigri Þjóðverja, sem voru fjórum mörkum yfir um miðjan seinni hálfleikinn. 

„Svona er lífið, fyrir ári vorum við að fagna Evrópumeistaratitli en í kvöld féllum við úr leik í 16 liða úrslitunum. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði því við ætluðum okkur miklu meira,“ sagði Dagur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert