Spánn í vandræðum með Serba

Rauðklæddir Serbar í áflogum við Íslendinga í leik þjóðanna í …
Rauðklæddir Serbar í áflogum við Íslendinga í leik þjóðanna í fyrrakvöld. mbl.is/Golli

Spánverjar eru áfram með fullt hús stiga í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramótinu í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal eftir sigur á Serbum í fyrsta leik dagsins, 4:2.

Spánverjar eru komnir með 9 stig eftir þrjá leiki og mæta næst Íslandi á þriðjudagskvöldið. Serbar eru hinsvegar enn án stiga og í baráttu um að halda sæti sínu í A-riðlinum.

Serbar komust 2:1 yfir í lok fyrstu lotu, eftir að hafa lent undir. Spánverjar jöfnuðu í annarri lotu og skoruðu síðan tvö mörk á síðustu sex mínútunum og tryggðu sér sigurinn.

Leikur Króatíu og Nýja-Sjálands hefst klukkan 16.30 og svo leikur Ísland við Eistland klukkan 20.

Spánn er með 9 stig, Ísland 6, Eistland 6, Króatía 0, Serbía 0 og Nýja-Sjáland 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert