„Aðstöðuleysið stendur okkur fyrir þrifum“

Búningar markvarða í íshokkí eru fyrirferðarmiklir og Styrmir Snorrason, markvörður …
Búningar markvarða í íshokkí eru fyrirferðarmiklir og Styrmir Snorrason, markvörður Esjunnar, er rækilega varinn eins og sjá má hér. Það er ekki einfalt mál að burðast með íshokkíbúnað til og frá æfingum. mbl.is/Ómar

Forráðamenn íshokkíliðsins Esjunnar eru afar óánægðir með þá aðstöðu eða aðstöðuleysi sem þeim er boðið upp á í Skautahöllinni í Laugardal. Þeir telja sig hafa mætt litlum skilningi við óskum sínum til úrbóta t.d. hvað varðar geymslur fyrir búnað sinn. Mikill búnaður fylgir hverjum íshokkímanni og ekki þægilegt að flytja hann á milli heimilis og æfinga- og keppnishallar. Svo hafa ekki allir aðstöðu heima hjá sér til þess að geyma búnaðinn svo vel um hann fari.

Leikmenn Esjunnar hafa m.a. leitað liðsinnis Leikmannasamtaka Íslands vegna málsins.

Skautafélag Reykjavíkur (SR), sem hefur haft bækistöðvar í Skautahöllinni árum saman nýtir þegar fjóra klefa hallarinnar sem geymslur fyrir búnað sinn milli æfinga og leikja. Fleiri klefar eru ekki fyrir hendi. Esjumenn hafa óskað eftir að fá geymslu, þó ekki væri nema einn klefa svipaðan þeim sem SR hefur yfir að ráða en talað fyrir daufum eyrum forráðamanna Íþróttabandalags Reykjavíkur, að mati Gauta Þormóðssonar, þjálfara Esjuliðsins.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert