„Sú yngsta er tólf ára“

Ragnhildur Kjartansdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Ynja á Akureyri.
Ragnhildur Kjartansdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Ynja á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Ragnhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Ynjanna, er fædd árið 2000 og gæti því verið yngsti fyrirliði meistaraliðs í hópíþrótt á Íslandi. Hún fékk að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í íshokkí í kvöld eftir 4:1 sigur Ynjanna á Ásynjum.

Hver var lykillinn að þessum sigri? Þið misstuð síðasta leik úr höndunum en voruð óhræddar í kvöld.

„Það er bara ákveðni, eitt, tvö og þrjú. Maður gefst aldrei upp, það má ekki. Það var fúlt að tapa síðasta leik en þá var bara að vinna þennan í staðinn.“

Liðið er fáránlega ungt.

„Það er ein fædd 1999. Svo erum við þrjár fæddar árið 2000. Hinar eru svo enn í grunnskóla og sú yngsta er bara tólf ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert