Ynjur eru Íslandsmeistarar

Ragnhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Ynja, sigri hrósandi við verðlaunaafhendinguna á Akureyri …
Ragnhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Ynja, sigri hrósandi við verðlaunaafhendinguna á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ásynjur og Ynjur spiluðu úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Bæði lið eru á vegum Skautafélags Akureyrar og líklega er leitun að slíkum úrslitaleik í nokkurri hópíþótt á Íslandi.

Hart var barist allan leikinn og voru það Ynjur sem leiddu eftir tvo fyrstu leikhlutana, 1:0 og 2:1. Í lokaleikhlutanum héldu hinar ungu Ynjur haus og tvö mörk þeirra á skömmum tíma gerðu út um leikinn. Lokatölur 4:1. Stór hluti leikmanna er enn í grunnskóla og er afrek liðsins mikið.

Mörk/stoðsendingar:

Ynjur: Sunna Björgvinsdóttir 2/0, Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1, Hilma Bóel Bergsdóttir 1/0, April Orongan 0/1, Saga Sigurðardóttir 0/1.

Ásynjur: Alda Ólína Arnarsdóttir 1/0.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu.

Þrír af bestu leikmönnum nýbakaðra Íslandsmeistara Ynja; Ragnhildur Kjartansdóttir, Sunna …
Þrír af bestu leikmönnum nýbakaðra Íslandsmeistara Ynja; Ragnhildur Kjartansdóttir, Sunna Björgvinsdóttir og Silvía Rán Björgvinsdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ásynjur 1:4 Ynjur opna loka
60. mín. Ásynjur Leik lokið Ynjur eru Íslandsmeistarar í íshokkí í fyrsta skipti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert