Ingvar hefur enn ekki misst af leik

Bergur Árni Einarsson, Jónas Breki Magnússon og Ingvar Þór Jónsson …
Bergur Árni Einarsson, Jónas Breki Magnússon og Ingvar Þór Jónsson voru aldursforsetar Íslands á HM í Rúmeníu. mbl.is/Andri Yrkill

Lygilegur landsliðsferill Ingvars Þórs Jónssonar, fyrirliða landsliðsins í íshokkí, heldur áfram. Ingvar lék alla fimm leiki Íslands í A-riðli 2. deildar HM sem lauk í Rúmeníu á sunnudaginn.

Ingvar hefur því enn ekki misst úr A-landsleik frá því að landsliðinu var ýtt úr vör árið 1999.

Ingvar hefur nú leikið 93 A-landsleiki, en alla jafna leikur landsliðið fimm leiki á árinu, þegar keppt er í deildakeppni HM. Leikirnir þrír sem út af standa eru til komnir vegna þátttöku Íslands í undankeppni ÓL.

Ingvar lék 90. leik sinn þegar Ísland tapaði fyrir Ástralíu í Rúmeníu og þá lék Robin Hedström 50. A-landsleik sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert