Akureyringar styrktu stöðuna

Hinn þrautreyndi Ingvar Jónsson skoraði eitt marka SA Víkinga.
Hinn þrautreyndi Ingvar Jónsson skoraði eitt marka SA Víkinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

SA Víkingar náðu á ný fjögurra stiga forystu í Hertz-deild karla í íshokkíi í gærkvöld þegar þeir unnu góðan útisigur á Birninum, 6:3, í Egilshöllinni.

Akureyringar eru þá komnir með 30 stig en Esja er með 26 stig, Björninn 16 og SR ekkert þegar 12 umferðir hafa verið leiknar.

Víkingar voru 3:1 yfir eftir fyrsta leikhluta og komust í 5:2 í byrjun þess þriðja þannig að Björninn komst ekki nær þeim en tvö mörk á lokakaflanum.

Bart Moran, Jordan Steger, Ingvar Jónsson, Jussi Sipponen, Jóhann Leifsson og Andri Mikaelsson skoruðu mörk Akureyringa en Falur Guðnason, Roddy Akeel og Eric Anderberg skoruðu fyrir Björninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert