Kobe Bryant sá yngsti til að ná 20.000 stigum

Kobe Bryant skorar með tilþrifum fyrr Lakers gegn New York …
Kobe Bryant skorar með tilþrifum fyrr Lakers gegn New York í kvöld. Reuters

Kobe Bryant varð í kvöld yngsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik til að skora 20.000 stig í deildinni. Bryant skoraði 39 stig þegar Lakers lagði New York, 95:90, og braut þar með 20.000 stiga múrinn.

Bryant er 29 ára og 122 daga gamall en tveir leikmenn hafa náð að skora 20.000 stig í NBA-deildinni innan við þrítugt. Metið átti Wilt Chamberlain sem var 29 ára og 134 daga gamall þegar hann náði að skora 20.000 og Michael Jordan var 29 ára og 326 daga gamall.

Bryant þurfti 811 leiki til að ná þessum stigafjölda en Chamberlain tókst það í 499 leikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert