Engin þreytumerki á Boston

Tayshaun Prince og Paul Pierce berjast um boltann.
Tayshaun Prince og Paul Pierce berjast um boltann. Reuters

Búast hefði mátt við að leikmenn Boston Celtics væru þreyttir eftir að hafa lent í sjö leikja seríum í undanúrslitunum og 8-liða úrslitunum í Austurdeildinni í NBA körfunni. En það var ekki að sjá þegar liði lagði Detroit 88:79 í fyrsta úrslitaleik liðanna í Austurdeildinni í nótt.

 Detroit hafði verið í fríi í sex daga og leikmenn því úthvíldir. En það breytti engu því leikmenn Boston, sem voru á heimavelli, mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og réðu hraða leiksins. 

„Þetta var upplagt tækifæri fyrir þá til að stela einum sigri á okkar heimavelli og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því. Trúlega héldu þeir að við værum þreyttir og að þeir þyrftu ekki að hafa mikið fyrir því að vinna,“ sagði Paul Pierce, leikmaður Boston eftir leikinn.

Staðan í leikhléi var 41:40 fyrir Boston en í þriðja leikhluta gerðu þeir út um leikinn en þeir unnu hann 28:17. 

Kevin Garnett fór mikinn hjá Boston, skoraði 26 stig og tók 9 fráköst en hjá Detroit var Tayshaun Prince með 16 stig.

Stig Boston: Kevin Garnett 26, Paul Pierce 22, Rajon Rondo 11, Ray Allen 9, Eddie House 5, Kendrick Perkins 5, P.J. Brown 4, Leon Powe 4, James Posey 2

Stig Detroit: Tayshaun Prince 16, Richard Hamilton 15, Antonio McDyess 14, Rasheed Wallace 11, Chauncey Billups 9, Rodney Stuckey 9, Lindsey Hunter 3, Jason Maxiell 2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert