Lakers með pálmann í höndunum

Kobe Bryant með boltann í leiknum í nótt en Bruce …
Kobe Bryant með boltann í leiknum í nótt en Bruce Bowen hefur gætur á honum. Reuters

Los Angeles Lakers er komið í 3:1 í einvíginu við meistara San Antonio í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir mikilvægan sigur, 93:91, í fjórða leik liðanna sem fram fór í San Antonio í nótt.

Lakers fær því tækifæri á heimavelli til að gera út um einvígið aðfaranótt föstudags en meistararnir töpuðu þarna í fyrsta skipti á heimavelli sínum í úrslitakeppninni.

Kobe Bryant var að vanda í stóru hlutverki hjá Lakers, skoraði 28 stig og tók 10 fráköst, og Lamar Odom skoraði 16 stig.

Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir San Antonio og tók 17 fráköst. Brent Barry skoraði 23 stig og hann átti 3ja stiga skot um leið og lokaflautið gall. Það geigaði, Barry mótmælti og taldi að Derek Fisher hefði brotið á sér en ekkert var dæmt.

San Antonio: Tim Duncan 29, Brent Barry 23, Tony Parker 23, Bruce Bowen 7, Manu Ginobili 7, Robert Horry 2.
LA Lakers: Kobe Bryant 28, Lamar Odom 16, Vladimir Radmanovic 11, Pau Gasol 10, Derek Fisher 9, Luke Walton 9, Ronny Turiaf 4, Sasha Vujacic 4, Jordan Farmar 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert