Sigurganga Lakers heldur áfram

Kobe Bryant fagnar í leiknum við Houston í nótt.
Kobe Bryant fagnar í leiknum við Houston í nótt. Reuters

 Sigurganga LA Lakers í NBA deildinni í körfuknattleik heldur áfram en í nótt vann liðið Houston, 111:82, á heimavelli þar sem Kobe Bryant fór fyrir sínu liði eins og svo oft áður. Hann gerði 23 stig og Paul Cason var með 20 stig og tók að auki 15 fráköst.

Jordan Farmer var með 16 stig og sex stoðsendingar og Andrew Bynum gerði 13 stig, tók sjö fráköst og varði 3 skot fyrir Lakers sem var með 16 stiga forskot að loknum öðrum leikhluta. Yifirburðir leikmanna Lakers voru miklir í síðari hluta leiksins þar sem hittni þeirra var góð auk þess sem vörnin var afar traust.

Þrátt fyrir að vel hafi tekið á móti Allen Iverson á heimavelli þá tapaði lið hans Detroit fyrir Boston, 88:76. 

Toronto - Charlotte 89:79

New York - Utah 107:99

LA Clippers - Dallas 103:92

Boston - Detroit 88:76

Atlanta - Oklahoma 89.(5

Denver - Memphis 100:90

Sacramento - Golden State 115:98

LA Lakers - Houston 111:82

Ekki vænkast hagur San Antonio því Tony Parker meiddist á vinstri ökkla í síðasta leik og verður frá keppni í mánuð. San Antonio hefur hafið leiktíðina verr en nú í tólf á. Fjarvera Parkers mun því ekki bæta úr skák.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert