KR slapp fyrir horn gegn Fjölni

Páll Kristinsson úr Njarðvík með boltann í leiknum gegn Hamri …
Páll Kristinsson úr Njarðvík með boltann í leiknum gegn Hamri í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Íslandsmeistarar KR unnu nauman sigur á Fjölni, 80:75, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland-Expressdeildinni, í DHL-höllinni í kvöld. KR skoraði síðustu sjö stig leiksins á síðustu 50 sekúndunum og tryggði sér með því stigin tvö.

Darri Hilmarsson skoraði 22 stig fyrir KR og Tommy Johnson 14 en hjá Fjölni var Chris Smith með 28 stig, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11 og Ægir Steinarsson 11.

Njarðvík var í basli með Hamar á heimavelli en vann, 103:94. Jóhann Ólafsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Kristján Sigurðsson 19. Hjá Hamri var Andre Dabney með 26 stig og Páll Helgason gerði 21.

Keflavík vann öruggan sigur á ÍR í íþróttahúsi Kennaraháskólans, 103:84. Draelon Burns skoraði 25 stig fyrir Keflavík, Hörður Axel Vilhjálmsson 20 og Gunnar Einarsson 16. Steinar Arason gerði 27 stig fyrir ÍR og Nemanja Sovic 20.

KR er með 28 stig á toppnum, Keflavík 26, en Stjarnan og Njarðvík eru með 24 stig hvort og Grindavík og Snæfell 22 stig hvort. Lið Stjörnunnar, Grindavíkur og Snæfells eiga öll leik til góða á hin þrjú og spila annað kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert