Nick Bradford í Keflavík á ný

Nick Bradford og Jón Nordal Hafsteinsson verða liðsfélagar á ný …
Nick Bradford og Jón Nordal Hafsteinsson verða liðsfélagar á ný hjá Keflavík. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Bandaríski leikmaðurinn Nick Bradford, sem lék með Njarðvíkingum síðari hluta keppnistímabilsins í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, gekk í raðir Keflvíkinga í dag.

Búið er að ganga frá félagaskiptum hans hjá Körfuknattleikssambandi Íslands og getur Bradford því leikið með Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins gegn liði Snæfells.

Draelon Burns, bandarískur leikmaður í liði Keflavíkur, er meiddur og verður Bradford til taks ef meiðsli Burns reynast það alvarleg að hann geti ekki leikið fleiri leiki á tímabilinu.

Bradford þekkir vel til hjá Keflavík en hann lék með liðinu veturinn 2004-2005. Hann hefur náð þeim áfanga að leika Keflavík, Grindavík og Njarðvík í úrvalsdeild.

Meiðsli hafa einnig sett strik í reikninginn hjá liði Snæfells þar sem að Jeb Ivey lék sinn fyrsta leik í gær með liðinu. Ivey mætti til leiks aðeins 30 mínútum áður en annar úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur hófst í gær. Ivey var fenginn til liðsins þar sem að Sean Burton leikstjórnandi Snæfells meiddist á ökkla.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert