Sautján stig í röð tryggðu fjórtánda sigurinn

Chris Bosh sækir að Phoenix Suns' Markieff Morris (11) og …
Chris Bosh sækir að Phoenix Suns' Markieff Morris (11) og Shannon Brown (26) leikmönnum Phoenix í leiknum í nótt. Reuters

Miami Heat vann í nótt fjórtánda sigur sinn í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið lagði Phoenix Suns, 99:95 á heimavelli sínum. Leikmenn Miami lentu í kröppum dansi í fjórða leikhluta og voru 10 stigum þegar hálf áttunda mínúta var eftir.

Þá skoruðu þeir 17 stig í röð án þess að gestunum tækist að klóra í bakkann. Christ Bosh skoraði 29 stig fyrri Heat, auk þess að taka átta fráköst. LeBron James skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti auk þess sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 19 stig og Udomis Haslem 15. Grant Hill var atkvæðamestur hjá Suns með 19 stig og Marcia Gortat skoraði 13 stig.

Luis Scola og Courney Lee skoruðu 23 stig hvor fyrir Houston þegar liðið vann LA Lakers, 107:104, heima. Goran Dragic var þó maður leiksins. Hann skoraði þriggja stiga körfu undir lokin en með henni var sigur Hostuon tryggður auk þess sem hann átti 13 stoðsendingar og tók sjö fráköst.

Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers en skotnýting hans var ekki góða. Hann nýtti aðeins  10 af 27 skotum utan af leikvelli. Pau Gasol skoraði 21 stig fyrir Lakers.

Sjö leikir voru á dagskrá í nótt í NBA-deildinni. Úrslit þeirra voru sem hér segir:

Indiana - LA Clippers 102:89
Miami - Phoenix 99:95
Utah - Oklahoma City 97:90
Portland - Milwaukee 87:116
New York - Toronto 106:87
Houston - LA Lakers 107:104
Sacramento - Memphis 119:110

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert