NBA í nótt: Durant skoraði 51 stig

Kevin Durant var í stuði í nótt.
Kevin Durant var í stuði í nótt. AFP

Kevin Durant, leikmaður Oklohoma, tryggði liði sínu sigur gegn Toronto í tvíframlengdum leik með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Kevin Durant, leikmaður Oklahoma, tryggði liði sínu sigur gegn Toronto í tvíframlengdum leik með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Þetta var fjórði sigur Oklahoma í röð og þriðji útisigur þeirra í röð. Reggie Jackson skoraði 25 stig fyrir Oklahoma og Serge Ibaka bætti 13 stigum við.

„Þetta er nú einn eftirminnilegasti leikur sem ég hef spilað,“ sagði Durant eftir leikinn. „Við erum undir með átta stigum og 49 sekúndur eftir. Samt tókst okkur að vinna. Magnað.“ Durant hefur skorað 25 stig eða meira í 34 leikjum í röð.

Gamla stórveldið Philadelphia 76ers tapaði sínum 23 leik í röð, nú fyrir New York með einu stigi. Þetta var áttundi sigur New York í röð.

Á sama tíma tapaði Atlanta fyrir New Orleans en New York og Atlanta berjast um síðasta sætið í úrslitakeppninni í Austurdeildinni.

Þá snéri Steve Nash í lið Los Angeles Lakers sem tapaði fyrir Washington 117:107. Nash gaf 11 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

  • Indiana- Chicago 91:79
  • Philadelphia - New York 92:93
  • Toronto - Oklahoma City 118:119 
  • Atlanta - New Orleans 105:111
  • Brooklyn - Boston 114:98
  • Miami - Memphis 91:86
  • Dallas - Denver 122:106 
  • Phoenex - Detroit 98:92
  • Sacramento - San Antonio 79:99
  • Los Angeles - Washington 107:117

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert