Þorleifur úr leik hjá Grindavík

Þorleifur Ólafsson.
Þorleifur Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Grindavíkur í körfuknattleik, hefur líklega spilað sinn síðasta leik með Grindavíkurliðinu á leiktíðinni en hann meiddist illa á hné í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld.

Óttast er að Þorleifur hafi slitið krossband í hné en það ætti að skýrast síðar í dag þegar hann fer í skoðun hjá lækni.

„Þetta hefur ekki verið staðfest enn en það eru allar líkur á að krossbandið sé farið. Það er að minnsta kosti alvarlega skaddað og því er nánast öruggt að ég spili ekkert meira með liðinu á þessu tímabili,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi í dag.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert