Helena yfirgefur Miskolc

Helena Sverrisdóttir í leik með íslenska landsliðinul
Helena Sverrisdóttir í leik með íslenska landsliðinul mbl.is/Ómar

Nú er orðið ljóst að Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, mun ekki spila áfram með ungverska liðinu DVTK Miskolc á næstu leiktíð.

„Ég verð ekki áfram í Ungverjalandi hjá Miskolc. Það er alveg pottþétt,“ sagði Helena Sverridóttir þegar Morgunblaðið tók hana tali í gærkvöldi. Helena vildi þó ekki tjá sig um hver yrði hennar áfangastaður í haust en lið í Evrópukeppni er að hennar sögn spennandi kostur þrátt fyrir að annað komi til greina.

Vill spila í Evrópukeppni

„Það er alltaf spennandi að fara í lið í Evrópukeppni en eins og staðan er núna er ég bara að skoða mig um og sjá hvað er í boði. Það eru nokkrir mjög spennandi möguleikar. Mestu máli skiptir að það sé góð deild og góðar aðstæður hjá liðinu. Það skiptir ekki öllu að liðið sé í Evrópukeppni þótt það sé alltaf plús,“ sagði Helena sem varð deildarmeistari með Miscolc á síðustu leiktíð á sínu öðru ári í atvinnumennsku.

Fyrsta árið lék hún með Good Angels Kosice frá Slóvakíu eftir að hafa leikið í bandaríska háskólaboltanum í fjögur ár með TCU-háskólanum. peturhreins@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert