Golden State fyrst í 2. umferðina

Stephen Curry er hér að skora tvö af 39 stigum …
Stephen Curry er hér að skora tvö af 39 stigum fyrir Golden State í nótt. AFP

Golden State Warriors varð fyrsta liðið til að komast áfram í aðra umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar þegar liðið lagði New Orleans í nótt.

Lokatölur urðu, 109:98, og Golden State vann einvígið, 4:0. Liðið mætir annað hvort Memphis Grizzlies eða Portland Trail Blazers í næstu umferð. Stephen Curry skoraði 39 stig fyrir Golden State, tók 8 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig og Draymond Green 22. Anthony Davis var stigahæstur hjá New Orleans með 36 stig.

Memphis Grizzlies er komið með annan fótinn í 2. umferðina en liðið er 3:0 yfir gegn Portland. Spánverjinn Marc Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis og Courtney Lee 20 en hjá Portland var Nicolas Batum atkvæðamestur með 27 stig.

Úrslitin í nótt:

Austurdeild:
Brooklyn – Atlanta 91:83
(Atlanta er 2:1 yfir)

Milwaukee – Chicago 92:90
(Chicago er 3:1 yfir)

Vesturdeild:
New Orleans – Golden State 109:98
(Golden State vann einvígið 4:0)

Portland – Memphis 109:115
(Memphis er 3:0 yfir)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert