Eigandi NBA-liðs lofaði að gifta sig í refsingarskyni

Chris McCullough nýjasti liðsmaður Brooklyn ásamt Adam Silver æðsta manni …
Chris McCullough nýjasti liðsmaður Brooklyn ásamt Adam Silver æðsta manni NBA. AFP

Milljarðamæringurinn Mikhail Prokhorov, eigandi Brooklyn Nets í NBA-deildinni, lofaði stuðningsmönnum því hátíðlega árið 2010 að hann myndi gifta sig ef Nets yrði ekki meistari á næstu fimm árum. Sá tími er nú liðin og Prokhorov er enn piparsveinn en hefur nú tjáð sig um þetta gamla loforð sitt.

Prokhorov var á meðal efnuðustu manna í Rússlandi og keypti New Jersey Nets árið 2010 sem nú heitir Brooklyn Nets. Þrátt fyrir að liðið ætti sér ekki glæsilega sögu í NBA lofaði hann skjótum og góðum árangri. Ef liðið yrði ekki meistari í síðasta lagi árið 2015 myndi hann ganga í það heilaga í refsingarskyni.

Prokhorov minntist á þetta í kveðju til stuðningsmanna á myndskeiði sá vefsíðu félagsins. Þar sagði hann eitthvað á þá leið að hjúskaparstaða sín væri óbreytt en sagðist glaður tilkynna að framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar Adam Silver myndi taka hlutverkið að sér í hans stað," en Silver er nýgiftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert