Tindastóll tapaði í frumraun Gomez

Austin Magnus Bracey og félagar hans hjá Snæfelli fá Tindastól …
Austin Magnus Bracey og félagar hans hjá Snæfelli fá Tindastól í heimsókn í kvöld. Ljósmynd/Atli Berg Kárason

Snæfell og Tindastóll mættust í sjöundu umferð Domino's deildar karla í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell var yfir allan leikinn og innbyrtu að lokum þriggja stiga sigur.

Lokatölur í leiknum urðu 94:91 fyrir Snæfell.

Joe Costa Gómez stýrði Tindastóli í sínum fyrsta leik í kvöld, en hann þurfti að sætta sig við tap í sínum fyrsta leik.

Stólarnir fengu tvö möguleika til þess að jafna leikinn og knýja fram framlengingu í lokasókn sinni, en þriggja stig skot þeirra geiguðu.

Sherrod Nigel Wright var stigahæstur í liði Snæfells með 24 stig, en Jerome Hill var atkvæðamestur í liði Tindastóls sömuleiðis með 24 stig.

Snæfell jafnaði Tindastól að stigum með sigrinum í kvöld, en liðin eru með sex stig líkt og Grindavík. Fyrrgeind lið eru í 7. - 9. sæti deildarinnar. 

40. Leik lokið. Lokatölur 94:91 fyrir Snæfell.

39. Staðan er 90:89 fyrir Snæfell. 

37. Staðan er 86:83 fyrir Snæfell. 

35. Staðan er 81:77 fyrir Snæfell. 

33. Staðan er 76:73 fyrir Snæfell. Æsispennandi lokamínútur framundan. 

30. Staðan er 72:65 fyrir Snæfell eftir þriðja leikhluta. 

24. Staðan er 57:50 fyrir Snæfell. Heimmenn halda Stólunum í seilingarfjarlægð og auka muninn í sjö stig. 

23. Staðan er 52:48 fyrir Snæfell. Tindastóll byrjar betur í síðari hálfeik og hefur muninn í fjögur stig. 

21. Seinni hálfleikur er hafinn. 

20. Staðan er 52:43 fyrir Snæfell í hálfleik. 

17. Staðan er 43:37 fyrir Snæfell þegar þrjár mínútur eru eftir af öðrum leikhluta. 

10. Staðan er 31:24 fyrir Snæfell eftir fyrsta leikhluta. 

3. Staðan er 11:8 fyrir Snæfell. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 11:4. Gestirnir rönkuðu svo við sér og hafa minnkað muninn.

1. Leikurinn er hafinn í Stykkishólmi. 

0. Stólarnir mæta til Stykkishólms í kvöld með nýjan mann í brúnni, Spánverjann Joe Costa er mættur til leiks, en hann ráðinn í stað Finnans Pieti Poikola sem var rekinn eftir fjórar umferðir. 

0. Liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Gestirnir frá Sauðarkróki eru með sex stig í áttunda sæti deildarinnar á meðan heimamenn eru sæti neðar með fjögur stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert