Toronto vann Cleveland

Kyle Lowry var stigahæstur hjá Toronto
Kyle Lowry var stigahæstur hjá Toronto AFP

Cleveland Cavaliers tapaði sínum fjórða leik á tímabilinu í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti Toronto Raptors. Cleveland skoraði 99 stig en Toronto 103 stig.

Sú var tíðin að kanadísku liðin áttu erfitt með að fóta sig í NBA-körfuboltanum. Nú er öldin önnur því Toronto teflir fram mjög frambærilegu liði þennan veturinn og er á meðal efstu liða með 10 sigra í sextán leikjum. 

Kyle Lowry skoraði 27 stig fyrir Toronto en LeBron James 24 fyrir Cleveland og smellti sér upp fyrir stórskyttuna Reggie Miller á listanum yfir stigahæstu menn sögunnar. James er nú átjándi á þeim lista NBA-deildarinnar og nálgast 26 þúsund stigin. 

Úrslit: 

Charlotte - Washington 101:87

Orlando - New York 100:91

Boston - Philadelphia 84:80

Detroit - Miami 104:81

Toronto - Cleveland 103:99

Houston - Memphis 93:102

Milwaukee - Sacramento 118:129

Minnesota - Atlanta 99:95

Oklahoma - Brooklyn 110:99

San Antonio - Dallas 88:83

Phoenix - New Orleans 114:120

LA Clippers - Utah 91:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert