Keflavík síðasta liðið í undanúrslitin

Ágúst Orrason og félagar í Keflavík eru komnir áfram.
Ágúst Orrason og félagar í Keflavík eru komnir áfram. Árni Sæberg

Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér síðasta sætið í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á b-liði Njarðvíkur í kvöld, 108:84.

Keflavík var tuttugu stigum yfir eftir fyrsta hluta og setti tóninn strax í upphafi. Liðið bætti jafnt og þétt við forskot sitt, en 26 stigum munaði í hálfleik, staðan þá 59:33. Njarðvík náði helst að minnka muninn í fjórða og síðasta hluta en niðurstaðan öruggur sigur Keflavíkur, 108:84.

Andrés Kristleifsson var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig af bekknum, en hjá Njarðvík skoraði gamla kempan Brenton Birmingham 25 stig fyrir Njarðvík.

Keflavík mætir liði Þórs í Þorlákshöfn í undanúrslitunum.

Njarðvík b - Keflavík 84:108

Njarðvík, Bikarkeppni karla, 12. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 5:8, 7:17, 11:28, 13:33, 15:44, 18:48, 27:51, 33:59, 35:65, 44:74, 52:78, 53:85, 58:89, 67:91, 76:94, 84:108.

Njarðvík b: Brenton Joe Birmingham 15/4 fráköst, Gabríel Sindri Möller 12/7 fráköst, Sævar Garðarsson 11, Páll Kristinsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Styrmir Gauti Fjeldsted 8/9 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 7, Hjörtur Magnús Guðbjartsson 6, Andri Fannar Freysson 5, Kristinn Örn Agnarsson 5, Grétar Már Garðarsson 3, Halldór Rúnar Karlsson 2/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ásgeir Snær Guðbjartsson 1.

Fráköst: 26 í vörn, 17 í sókn.

Keflavík: Andrés Kristleifsson 20, Ágúst Orrason 15/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Guðmundur Jónsson 10/6 fráköst, Earl Brown Jr. 9/5 fráköst, Magnús Már Traustason 9/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Andri Daníelsson 8, Valur Orri Valsson 7, Reggie Dupree 4/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 4/5 fráköst, Kristján Örn Rúnarsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert