Irving átti stórleik í stórum sigri

Kyrie Irving leikmaður Cleveland Cavaliers.
Kyrie Irving leikmaður Cleveland Cavaliers. AFP

Kyrie Irving skoraði 32 stig og átti 12 stoðsendingar þegar Cleveland vann Sacramento, 120:100, á heimavelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi.  Þetta var 37. sigur liðsins í 51 leik áleiktíðinni.

J.R. Smith skoraði 22 stig og LeBron James skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar.  Rudy Gay og Omri Casspi skoruðu 16 stig hvor fyrir Sacramento-liðið.

Grípa varð til framlengingar til þess að knýja fram úrslit í viðureign Atlanta og Orlando Magic. Síðarnefnda liðið hafði betur, 117:110, eftir að hafa skorað 16 stig gegn níu í framlengingunni. Nikola Vucevic skoraði 28 stig fyrir Orlando og var stigahæstur. Al Horford skoraði 27 stig fyrir heimaliðið.

Kevin Durant skoraði 32 stig í sigurleik Oklahoma í heimsókn til Phoenix, 122:106. Russell Westbrook skoraði 29 stig. Markieff Morris var stigahæstur hjá Phoenix með 23 stig og Archie Goodwin var næstur með 20 stig.

Tíu leikur voru á dagskrá NBA-deildarinnar í gærkvöldi og í nótt. Úrslit þeirra voru sem hér segir:

Charlotte - Chicago 108:91
Cleveland - Sacramento 120:100
Indiana - LA Lakers 89:87
Philadelphia - LA Clippers 92:98
Brooklyn - Denver 105:104
Detroit - Toronto 89:103
Atlanta - Orlando 110:117 - eftir framlengingu
Memphis - Portland 106:112
Minnesota - New Orleans 102:116
Phoenix - Oklahoma 106:122

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert